- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigur í Úlfarsárdal

Leikmenn Fram fagna sigri á KA/Þór fyrr á leiktíðini. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Fram vann stórsigur á Selfossi, 31:19, í lokaleik Olísdeildar kvenna í handknattleik í Úlfarsárdal í kvöld en um var að ræða síðasta leik 12. umferðar deildarinnar. Fram færðist þar með aðeins nær Stjörnunni sem situr í þriðja sæti deildarinnar. Fram hefur 15 stig, er tveimur stigum á eftir Stjörnunni. ÍBV og Valur eru efst með 20 stig hvort.


Framan af leiknum í Úlfarsárdal var jafnræði með liðunum. Selfoss komst til að mynda yfir, 7:6, eftir 16 mínútur. Roberta Stropé jafnaði metin fyrir Selfoss, 8:8, þegar sex mínútur voru til leiksloka. Þá datt botninn úr leik gestanna og Framliðið gekk á lagið og var með fimm marka forskot í hálfleik, 13:8.


Í síðari hálfleik var síðan aldrei vafi á hvort liðið var sterkara. Ungt lið Selfoss átti erfitt uppdráttar gegn Framliðinu sem enn skartar nokkrum reynslumönnum, þar á meðal Hafdísi Renötudóttur sem varði allt hvað af tók. Allan síðari hálfleik var um einstefnu að ræða að hálfu Framara.


Mörk Fram: Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Kristrún Steinþórsdóttir 5, Steinunn Björnsdóttir 4, Sara Katrín Gunnarsdóttir 4/1, Tinna Valgerður Gísladóttir 3/3, Madeleine Lindholm 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Harpa María Friðgeirsdóttir 2, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 16/1, 45,7%.
Mörk Selfoss: Roberta Stropé 6, Katla María Magnúsdóttir 6/2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 2, Hulda Hrönn Bragadóttir 2, Arna Kristín Einarsdóttir 1, Tinna Soffía Traustadóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 11/1, 26,8%.

Staðan í Olísdeild kvenna.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -