- Auglýsing -
Aron Dagur Pálsson og félagar í Alingsås halda sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í dag unnu þeir IFK Ystads HK með 12 marka mun í Ystad, 31:19, eftir að hafa verið 18:9 yfir að loknum fyrri hálfleik.
Aron Dagur skoraði tvö mörk í þremur skotum í leiknum og átti auk þess tvær stoðsendingar.
Alingsås situr í þriðja sæti deildarinnar með 31 stig eftir 23 leiki og er fjórum stigum á eftir Ystads IF sem er í efsta sæti tveimur stigum á undan Malmö sem á reyndar leik til góða.
- Auglýsing -