- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigur ÍBV á Ásvöllum – þriðja tap Hauka í röð

Ásta Björt Júlíusdóttir, Haukum, í skotstöðu. Hún skoraði 10 mörk í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Eftir tvo tapleiki í röð vann ÍBV stórsigur á Haukum, 31:24, á Ásvöllum í lokaleik 6. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik. ÍBV var mikið sterkara frá upphafi til enda. Haukar töpuðu þar sínum þriðja leik í röð en liðið var langt frá sínu besta.


ÍBV tók völdin í leiknum strax í upphafi með góðum varnarleik og frábærri markvörslu Mörthu Wawrzykowska, markvarðar. Upp úr þessu skoraði ÍBV hvert markið á fætur öðru eftir hraðaupphlaup og seinni bylgju. Sara Odden var sú eina sem eitthvað hvað að í hægum og bitlitlum sóknarleik Hauka í fyrri hálfleik. Eftir um 20 mínútur var forskot ÍBV orðið átta mörk, 13:5. Haukar klóruðu aðeins í bakkann og minnkuðu muninn í fjögur mörk. Nær komust leikmenn Hauka ekki í fyrri hálfleik.


Leikmenn Hauka byrjuðu síðari hálfleik af krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörkin. Ekki tókst þeim að fylgja þessum kafla eftir. Sóknarleikurinn var mistækur á köflum og í raun aðeins Odden sem virtst eiga í fullu tré við varnarmenn Eyjaliðsins. Einnig var Wawrzykowska áfram vel á verði í markinu. ÍBV hélt fengnum hlut og og vel það, náði 10 marka forskoti um skeið. Liðið tryggði sér kærkominn sigur, þann annan í Olísdeildinni.


Mörk Hauka: Sara Odden 11, Berta Rut Harðardóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Natasja Hmmer 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Elín Klara Þorkelsdóttir 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen 7, 22,6% – Margrét Einarsdóttir 1, 12,5%.
Mörk ÍBV: Harpa Valey Gylfadóttir 8, Marija Jovanovic 7/4, Elísa Elíasdóttir 5, Linda Cardell 5, Sunna Jónsdóttir 3, Karolina Loszowa 2, Ólöf María Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 15, 46,9%.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -