- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigur sem gæti hafa verið dýru verði keyptur

Valsmenn fagna sigri í Coca Cola bikarnum. Þeir unnu stórsigur á Víkingi í dag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Bikarmeistarar Vals unnu Víkinga með 12 marka mun, 30:19, í viðureign liðanna í Olísdeild karla í handknattleik í Víkinni í dag. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Valur hefur þar með fjögur stig eftir tvo leiki en Víkingar eru án stiga eftir þrjá leiki.

Sigurinn var þó dýru verði keyptur hjá Val.  Tryggvi Garðar Jónsson meiddist á hné skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og kom ekkert meira við sögu. Eins meiddist Stiven Tobar Valencia á svipuðum tíma og varð að yfirgefa leikvöllinn. Handbolti.is var því miður ekki á leiknum en að sögn sjónarvotta er ekki útlokað að meiðsli Tryggva Garðars gætu verið alvarleg. Hann hefur nýverið snúið á leikvöllinn á ný eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla.

Um líkt leyti, eða undir lok fyrri hálfleiks, var Jóhann Reynir Gunnlaugsson sleginn í höfuðið af varnarmanni Vals. Jóhann Reynir kom ekkert meira við sögu í leiknum,ekki frekar en Tjörvi Týr Gíslason leikmaður Vals sem fékk rautt spjald hjá dómurum leiksins, Ramunas Mikalonis og Þorleifi Árna Björnssyni.

Sjá má upptöku af leiknum á þessum hlekk en Víkingurtv sendi leikinn út.


Víkingar héldu bærilega í við Íslands- og bikarmeistarana í 45 mínútur að þessu sinni og oft var munurinn ekki nema tvö til fjögur mörk. Lokaspretturinn var hinsvegar ekki góður hjá Víkingum. Valsmenn nýttu það út í ystu æsar og juku muninn mjög svo að 11 mörkum munaði þegar upp var staðið.

Mörk Víkings: Jóhannes Berg Andrason 6, Guðjón Ágústsson 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4, Styrmir Sigurðsson 2, Jón Hjálmarsson 1, Hjalti Már Hjaltason 1, Arnar Huginn Ingason 1.

Mörk Vals: Tumi Steinn Rúnarsson 10, Magnús Óli Magnússon 4, Agnar Smári Jónsson 3, Vignir Stefánsson 3, Arnór Snær Óskarsson 2, Stiven Tobar Valencia 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Einar Þorsteinn Ólafsson 1, Finnur Ingi Stefánsson 1.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla er hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -