Íslands- og bikarmeistarar Vals í handknattleik kvenna lögðu Gróttu, 40:19, í upphafsleik 13. umferðar Olísdeildar kvenna í gærkvöld í N1-höllinni á Hlíðarenda. Valur var með 14 marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 23:9.
Munurinn á liðunum var gríðarlea mikill frá byrjun til enda er staða liðanna í deildinni afar ólík. Valur er efstu með 24 stig eftir leikina 13 en nýliðar Gróttu eru á hinn bóginn í neðsta sæti með með fjögur stig, tveimur ár eftir ÍBV sem situr í sjöunda sæti.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði 12 mörk fyrir Val. Hafdís Renötudóttir markvörður fór einnig á kostum í marki Íslandsmeistarana.
Í kvöld eigast ÍR og Haukar í Olísdeild kvenna. Leikurinn fer fram á heimavelli ÍR-inga í Skógarseli og hefst klukkan 19.30. Útsending frá leiknum verður á vegum Handboltapassans.
Staðan í Olísdeild kvenna.
Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 12/3, Elín Rósa Magnúsdóttir 5, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 5, Sigríður Hauksdóttir 4, Hildur Björnsdóttir 3, Ásrún Inga Arnarsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Lovísa Thompson 2, Elísa Elíasdóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 17/1, 54,8% – Silja Müller 3, 30%.
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 5/1, Katrín S. Thorsteinsson 4, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Karlotta Óskarsdóttir 2, Elísabet Ása Einarsdóttir 2, Rut Bernódusdóttir 1, Katrín Arna Andradóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 6/1, 16,7% – Anna Karólína Ingadóttir 2/1, 16,7%
Tölfræði HBStatz.