- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Strákarnir koma heim með silfur frá Þýskalandi

Silfurlið Íslands á Sparkassen cup móti landsliða U19 ára í Merzig í Þýskalandi í lok síðasta árs. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Piltarnir í U19 ára landsliðinu í handknattleik náðu þeim frábæra árangri að hafna í öðru sæti á alþjóðlega Sparkassen cup móti í Merzig í Þýskalandi í kvöld. Þeir töpuðu naumlega fyrir þýska landsliðinu í hörku úrslitaleik, 28:26. Grípa þurfti til vítakeppni til þess að knýja fram úrslit. Svo jafn var leikurinn. Uppselt var á leikinn og mikil stemning í keppnishúsinu í Merzig.

Komu til baka eftir þunga byrjun

Íslenska liðið vann fjóra leiki á mótinu en tapaði einum og geta leikmenn svo sannarlega borið höfuðið hátt eftir fimm leiki á þremur dögum gegn landsliðum Egyptalands, Sviss, Norður Makedóníu, úrvalsliði Saarlands og þýska landsliðinu.

Í upphafi var aðeins eitt lið mætt lið leiks, Þjóðverjar komust í 1:5 á fyrstu 5 mínútunum og leit út fyrir að þeir myndu eiga auðveldan dag. En eftir að íslenska liðið skipti í 5-1 vörn náðu þeir smám saman að minnka muninn og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 10:12, Þjóðverjum í hag.

Síðari hálfleikur var stál í stál frá fyrstu mínútu, Þjóðverjar höfðu nauma forystu framan af hálfleiknum en þegar 10 mínutur lifðu leiks náði íslenska liðið að jafna, 20:20. Þá koma nokkrar brottvísanir og íslenska liðið lenti aftur 2-3 mörkum undir. Þjálfarateymið tók leikhlé þegar 40 sekúndur voru eftir og liðið tveimur mörkum undir. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og skoruðu tvö mörk á þessum stutta tíma og því fór leikurinn í vítakeppni.

Í vítakeppninni fengu liðin þrjú vítaköst hvort. Skemmst er frá því að segja að íslenska liðinu brást bogalistin í fyrstu tveimur vítaköstunum á sama tíma og Þjóðverjar nýttu sín og því höfðu þeir sigurinn að lokum.

Mörk Íslands: Elmar Erlingsson 6, Kjartan Þór Júlíusson 5, Hinrik Hugi Heiðarsson 4, Eiður Rafn Valsson 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Össur Haraldsson 3, Reynir Þór Stefánsson 1, Atli Steinn Arnarson 1.

Ísak Steinsson varði 2 skot og Breki Hrafn Árnason varði 1 skot.

Það verður að hrósa strákunum fyrir mikinn karakter í leik kvöldsins, þeir lentu undir eftir erfiða byrjun en komu sterkari tilbaka og náði jafntefli gegn geysisterku Þýsku liði. Spilamennska liðsins hefur verið vaxandi í mótinu og fer í reynslubankann fyrir HM sem fer fram í Króatíu næsta sumar, segir á vef HSÍ og er óhætt að taka undir þau orð.

Umfjöllun Handball-World um leikinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -