- Auglýsing -
- Auglýsing -

Strákarnir okkar eru komnir til Kaíró – myndir

- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik, strákarnir okkar, er komið til Kaíró í Egyptalandi þar sem það tekur þátt í heimsmeistarakeppninni í handknattleik karla sem hefst á miðvikudaginn. Fyrsti leikur Íslands á mótinu verður á fimmtudaginn gegn landsliði Portúgals en leikmenn þjóðanna eru væntanlega farnir að þekkja vel hver til annars eftir tvo leiki í á síðasta miðvikudag og aftur á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær.

Ferðin frá Íslandi gekk eins vel og hægt er að segja um þessar mundir. Flogið var frá Keflavíkurflugvelli til Kastrup og staldrað þar við í þrjár stundir áður en liðlega fjögurra stunda flug tók við til Kaíró. Þegar þangað var komið var íslenska landsliðið kallað í sér rútu á flugvellinum sem flutti það inn á hótel þar sem það mun búa saman næstu vikur. Lent var í Kaíró upp úr klukkan átta að staðartíma í kvöld, en klukkan í Egyptalandi er tveimur stundum á undan þeirri heima á Íslandi.

Kórónuveiruprófað var við komuna til Kaíró auk þess sem framvísa þurfti nýlegu prófi frá Íslandi, jafnt á Kastup sem og á Kaíróflugvelli.

Handbolti.is kom til Kaíró í kvöld og fylgist með íslenska landsliðinu og gengi þess næstu dagana. Fregnir sem birst hafa í dag um að eingöngu innlendir fjölmiðlar fái að fjalla um mótið er byggðar á misskilningi, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.

Á morgun hefst síðan lokasprettur undirbúnings fyrir mótið af hálfu íslenska landsliðsins. Eftirtaldir keppa fyrir Íslands hönd á HM 2021:

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding 33/0
Björgvin Páll Gústavsson, Haukum 231/13
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 19/1
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Lemgo 79/180
Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten 20/31
Vinstri skyttur:
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad 125/232
Magnús Óli Magnússon, Val 6/6
Miðjumenn:
Elvar Örn Jónsson, Skjern 37/103
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg 26/33
Janus Daði Smárason, Göppingen 48/69
Hægri skyttur:
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen 182/719
Kristján Örn Kristjánsson, PAUC-Aix, 8/14
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg 49/133
Viggó Kristjánsson, Stuttgart 13/26
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC 116/338
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce 30/55
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen 54/69
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 7/7
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 146/178
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen 44/20

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -