- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stuðningsmenn á pappaspjöldum í Kiel

Leikmenn þýska meistraliðsins Kiel vilja sjá framan í stuðningsmenn sína þótt hinir síðarnefndu komi ekki í eigin persónu á næsta heimaleik. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska meistaraliðið THW Kiel fer nokkuð óhefðbundna leið til að afla sér tekna og fylla sætin í íþróttahöll sinni án þess að hleypa áhorfendum inn og freista þess um leið að skapa örlítla stemningu á leik við Nantes sem framundan er í Meistaradeild Evrópu í handknattleik.

Stuðningsmönnum stendur til boða að kaupa sæti í íþróttahöllinni á leiknum á 39,90 evrur, sem jafngildir ríflega 6.000 krónum. Í staðinn verður prentuð mynd af kaupanda á pappaspjald sem verður í sætinu á meðan leikurinn fer fram.


„Við viljum sjá framan í stuðningsmenn okkar á leiknum,“ er haft eftir Domagoj Duvnjak, fyrirliða Kiel í tilkynningu sem félagið sendi frá sér. „Það hefur hvetjandi áhrif á okkur leikmenn að sjá að minnsta andlit þeirra þegar leikurinn fer fram í stað þess að sjá auð sæti.“


Keppnishöllin í Kiel rúmar 10.250 áhorfendur í sæti. Árum saman hefur verið uppselt á alla heimaleiki Kiel í þýsku úrvalsdeildinni og á flesta Evrópuleiki. Ekkert handknattleikslið í Þýskalandi hefur haft jafn miklar og öruggar tekjur af sölu aðgöngumiða. Þess vegna hefur kórónuveirufaraldurinn að mörgu leyti komið harðar niður á félaginu en mörgum öðrum sem hafa treyst meira á auglýsingasamninga við fyrirtæki vegna þess að þau hafa yfir minni keppnishöllum að ráða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -