- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Styttist í leikina mikilvægu hjá kvennalandsliðinu

Unnur Ómarsdóttir, Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir og Sunna Jónsdóttir þakka fyrir stuðninginn eftir sigur á tyrkneska landsliðinu fyrr á árinu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna mætir Ísrael í tveimur leikjum í forkeppni heimsmeistaramótsins á Ásvöllum á morgun laugardag og á sunnudaginn. Báða daga verður flautað til leiks klukkan 15. Frír aðgangur verður á leikina í boði Arion banka.


Leikirnir hafa mikið vægi fyrir framhaldið hjá kvennalandsliðinu sem stefnir á þátttöku á HM á næsta ári eftir að hafa verið nærri því að tryggja sér keppnisrétt á EM sem hefst í dag.


Forkeppnin hófst á þriðjudaginn og fyrri umferð langt komin. Síðustu viðureignirnar verða um helgina.


Sigurliðin taka sæti í umspilskeppni sem fram fer um miðja apríl. Auk sigurliðanna úr forkeppninni taka þátt í umspilinu hluti þeirra lið sem verður með á Evrópumótinu sem hefst í kvöld.

Dregið verður til leikja umspilsins að Evrópumótinu loknu.


Úrslit leikja forkeppninnar síðustu daga:
Færeyjar – Kósovó 24:27 (13:14).
Ingibjörg Olsen, leikmaður ÍBV, skoraði tvö mörk fyrir færeyska landsliðið. Leikurinn fór fram í Istog í Kósovó þar sem síðar viðureignin fer einnig fram á morgun.
Grikkland – Bosnía 23:21 (8:9).
Austurríki – Finnland 37:22 (18:11).
Aserbaísjan – Portúgal 19:32 (5:16).
Búlgaría – Ítalía 19:25 (12:9).
Lúxemborg – Úkraína 24:66, samanlagt (11:30, 13:36).
Slóvakía – Lettland 46:21 (23:13).
Tyrkland – Bretland, 5. og 6. nóvember.
Ísland – Ísrael, 5. og 6. nóvember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -