- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sú markahæsta skrifar undir nýjan samning

Auður Brynja Sölvadóttir, stórskytta hjá Víkingi. Mynd/Víkingur

Auður Brynja Sölvadóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleikslið Víkings. Auður Brynja fór á kostum með Víkingi í Grill66-deildinni á nýliðinni leiktíð og varð m.a. næst markahæsti leikmaður deildarinnar og þar af leiðandi markahæsti leikmaður Víkingsliðsins með 145 mörk.

 
Auður Brynja kom til Víkings fyrir leiktíðina haustið 2020 en áður var hún hjá Stjörnunni og þar áður með KA/Þór.


„Það er mikið gleðiefni að ein föstustu skot deildarinnar verða áfram skotin fyrir Víking á næstu tímabili!,“ segir í m.a. í tilkynningu frá handknattleiksdeild Víkings. Auður Brynja er þriðji leikmaður kvennaliðs Víkings sem skrifar undir nýjan samning í vikunni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -