- Auglýsing -

Sunna útilokar ekki að ganga til liðs við Fram

- Auglýsing -


„Það verður aðeins að fá að ráðast hvort og hversu mikinn tíma ég geti gefið í þetta og hvort líkaminn og hausinn leyfi það,“ segir Sunna Jónsdóttir handknattleikskona við handbolta.is í gær spurð hvort hún hyggist ganga til liðs við Fram eins og Handkastið sagði frá á dögunum. Sunna hefur síðustu sjö ár leikið með ÍBV og hafði á orði í vetur að draga saman seglin á handknattleiksvellinum.

Þakklát fyrir tækifærið

„Mér stendur það til boða ganga til liðs við Fram og vissulega er ég þakklát fyrir tækifæri að fá að vera þar á mínum forsendum og það er dýrmætt að fá vera hluti af hóp, sama í hvað mynd það er,“ sagði Sunna sem er að flytja til höfuðborgarinnar eftir sjö góð á í Eyjum, eins og hún segir.

„Þetta verður að fá aðeins að koma í ljós,“ segir Sunna um það hversu stórt hlutverk hennar verður hjá Fram, ákveði hún á annað borð að ganga til liðs við Fram.

Margreynd landsliðskona

Engum blöðum er um að fletta að reynsla Sunnu væri Fram-liðinu mikilvæg, utan vallar sem innan, enda er hún ein reynslumesta handknattleikskona landsins með 99 landsleiki að baki og marga þeirra sem fyrirliði, hefur þátttöku af stórmótum landsliða, Evrópukeppni félagsliða auk kynna af sigrum og ósigrum á keppnisvelli handboltans.

Stór ákvörðun að taka þegar lífið hefur snúist um handbolta í rúmlega 20 ár

Þekkir til hjá Fram

Sunna kom til Fram frá Fylki árið 2011 og lék með liðinu sem þá var með bækistöðvar í Safamýri í tvö ár. Eftir dvölina hjá Fram lék Sunna í fimm ár í Noregi og Svíþjóð. Heimkomin, 2018, flutti Sunna til Vestmannaeyja þar sem hún hefur verið kjölfesta ÍBV-liðsins um árabil og var m.a. deildarmeistari í Olísdeildinni 2023 og bikarmeistari sama ár.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -