- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Susan heldur tryggð við Aftureldingu

Susan Ines Gamboa leikur áfram með Aftureldingu. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Handknattleikskonan Susan Barinas Gamboa hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleikslið Aftureldingar. Susan hefur leikið með liði félagsins og verið ein kjölfesta þess, öflug í vörninni og sterk á línunni. Hún vílar ekki fyrir sér að fara í ýmsar stöður og má m.a. minnast þess að hún hljóp í skarðið sem markvörður í kappleik með Aftureldingu gegn ÍBV í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum.

Susan skoraði 60 mörk í 21 leik í Olísdeildinni á síðasta keppnistímabili. Afturelding leikur í Grill 66-deildinni á næsta keppnistímabili eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Gróttu í umspili Olísdeildar í vor.

„Susan kom til félagsins fyrir tæpum fimm árum og hefur vaxið mikið á þeim tíma, auk þess að sýna mikinn karakter innan vallar sem utan. Hún er alhliða leikmaður og getur spilað nær allar stöður á vellinum en er sérstaklega öflugur varnarmaður. Þá hefur hún hlotið nokkrar viðurkenningar síðustu ár og nú í vor var hún valin mikilvægasti leikmaður meistaraflokks kvenna. Tryggð Susan við félagið er okkur afar mikilvæg fyrir baráttuna framundan,“ segir m.a. í tilkynningu Aftureldingar í gærkvöld.


Susan var í viðtali við handbolta.is síðla árs 2021 þar sem hún sagði sögu sína. Hlekkir á viðtalið, sem er í tveimur hlutum, er að finna hér fyrir neðan.

Ísland er paradís – seldi bíl til að eiga fyrir fargjaldinu

Ég á mér draum – kannski vantar fleiri fyrirmyndir?

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -