Svanur Páll Vilhjálmsson hefur ákveðið að hella sér út í handknattleikinn á nýjan leik eftir að hafa rifað seglin um skeið. Af þessu tilefni hefur Svanur Páll samið við uppeldisfélag sitt ÍBV fyrir næsta keppnistímabil. Handknattleiksdeild ÍBV segir frá þessu í dag.
Svanur Páll er öflugur hægri hornamaður sem er uppalinn hjá ÍBV. Hann lék með Fram og Víkingi frá 2016 til ársloka að hann kom til ÍBV að láni en samdi á ný við ÍBV sumarið 2020. Eins og áður segir tók Svanur Páll því rólega á síðasta vetri, hvað handboltann varðar, en hyggst nú setja á fulla ferð.
„Við erum ánægð að fá Svan Pál aftur inn í starfið á fullu og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir m.a. í tilkynningu frá ÍBV.
- Auglýsing -