- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svartfellingar nærri stigi – Króatar fóru illa með Spánverja

Svartfellin
- Auglýsing -

Svartfellingar voru ekki langt frá því að hirða annað stigið úr viðureign sinni við Ungverja í hinni viðureign kvöldsins í C-riðlinum sem íslenska og serbneska landsliðið er á Evrópumótinu í handknattleik karla. Svartfellingar voru marki undir, 25:24, 10 sekúndum fyrir leikslok þegar Branko Vujovic átti markskot sem ungverski markvörðurinn varði. Samherjum hans tókst að ná frákastinu og sækja 26. markið áður en leiktíminn var úti, 26:24, fyrir Ungverjaland.

Leikurinn var lengi vel jafn og spennandi og voru Svartfellingar síst lakari þótt þeir stæðu uppi með tvær hendur tómar þegar upp var staðið. Íslenska landsliðið mætir því svartfellska á sunnudaginn klukkan 17. Síðar sama kvöld eiga við Serbar og Ungverjar.


Mörk Ungverjalands: Bence Banhidi 6, Mate Lekai 5, Zsolt Krakovszki 3, Bendeguz Boka 2, Zoltan Szita 2, Gabor Ancsin 2, Adrian Sipos 1, Dominik Mathe 1, Gergo Fazekas 1, Zoran Ilic 1, Miklos Rosta 1, Egon Hanusz 1.
Mörk Svartfjallalands: Arsenije Dragasevic 6, Vuko Borozan 6, Milos Vujovic 4, Branko Vujovic 4, Aleksandar Bakic 1, Stefan Cavor 1, Luka Radovic 1, Nemanja Grbovic 1.

Króatar fagna sigri á Spánverjum. Jordi Ribera þjálfari spænska landsliðsins gengur framhjá. Mynd/EPA

Króatar rassskelltu Spánverja

Spánverjar, sem léku til úrslita á EM fyrir tveimur árum, fengu á baukinn í upphafsleiknum í kvöld þegar þeir mættu Króötum í SAP-Arena í Mannheim. Króatar léku við hvern sinn fingur gegn slakri vörn Spánverja og unnu með 10 marka mun, 39:29, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18:14.

Í hinni viðureign í B-riðli unnu Austurríkismenn öruggan sigur á rúmenska landsliðinu sem var heillum horfið eins og það spænska í síðari leiknum. Austurríki vann örugglega, 31:24.

Mörk Spánar: Aleix Gomez Abello 8, Agustin Casado Marcelo 4, Imanol Garciandia 3, Abel Serdio Guntin 3, Joan Canella Reixach 3, Jorge Maqueda 2, Angel Fernandez 2, Ian Tarrafeta 2, Adrian Figueras Treja 1, Kauldi Odriozola 1.
Mörk Króata: Ivan Martinovic 8, Mario Sostaric 8, Tin Lucin 5, Veron Nacinovic 4, Zvonimir Srna 3, Luka Lovre Klarica 3, Igor Karacic 2, Luka Cindric 2, Filip Glavas 2, Marin 2.

EM 2024 – leikjadagskrá, úrslit, staðan – riðlakeppni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -