- Auglýsing -

Svavar Ingi tekur fram skóna á nýjan leik

- Auglýsing -


Markvörðurinn Svavar Ingi Sigmundsson hefur tekið fram keppnisskóna og gallann á nýjan leik og ætlar að verja mark KA á komandi leiktíð.


Svavar Ingi lék í fjögur ár með meistaraflokk KA uns hann hélt suður í nám árið 2021 þar sem hann lék með FH. Hjá FH var hann einnig yngriflokka þjálfari sem og markmannsþjálfari yngriflokka og meistaraflokks kvenna. Hann sneri heim til Akureyrar fyrir síðasta tímabil og tók þá við sem yfirþjálfari handknattleiksdeildar KA auk þess að vera markmannsþjálfari félagsins og sinnir hann því starfi áfram næsta vetur.

Svavar Ingi var nýorðinn 17 ára þegar hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KA en það var einmitt fyrsti leikur KA eftir að Akureyri Handboltafélag var lagt niður.


Karlar – helstu félagaskipti 2025

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -