- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sveinbjörn átti stórleik þegar Hapoel Ashdod varð bikarmeistari

Sveinbjörn Pétursson markvörður Hapoel Ashdod. Ljósmynd/Facebooksíða Hapoel Ashdod
- Auglýsing -


Sveinbjörn Pétursson átti stórleik í dag þegar lið hans, Hapoel Ashdod, varð bikarmeistari í Ísrael. Hapoel Ashdod vann MK Holon, 37:32, í úrslitaleik sem fram fór í Tel Aviv. Sveinbjörn varði 16 skot, þar tvö vítaköst í úrslitaleiknum.

Á leiðinni í úrslitaleikinn vann hafnarborgarliðið Hapoel Ashdod m.a. Maccabi Tel Aviv og Hapoel Rishon Le Zion í undanúrslitum og átta liða úrslitum.


Sveinbjörn gekk til liðs við Hapoel Ashdod síðasta sumar eftir nokkurra ára veru hjá Aue í Þýskalandi.

Hapoel Ashdod er í fjórða sæti keppni sex efstu liðanna í deildarkeppninni sem fram fór í vetur. Þegar hluti mótsins var að baki var deildinni skipti niður í tvo hluta.

Hafi handbolti.is skilið hebreskuna rétt vann Hapoel Ashdod bikarkeppninnar síðast fyrir tveimur árum. Sigurinn að þessu sinni kemur nokkuð á óvart vegna þess að leikmannahópur Hapoel Ashdod var endurnýjaður fyrir tímabilið með 10 nýjum leikmönnum.

Sveinbjörn er fyrsti íslenski handknattleiksmaðurinn sem leikur með félagsliði í Ísrael.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -