Sveinn Jóhannsson landsliðsmaður í handknattleik meiddist á æfingu landsliðsins síðdegis í dag. Vísir segir frá að óhapp hafi orðið æfingu landsliðsins þegar Sveinn stökk yfir auglýsingaskilti á æfingavellinum þegar liðið var hita upp í fótbolta, eins og vani er. Mun Sveinn hafa lent illa og fengið högg á hægri ökkla.
Óljóst er hvort meiðslin séu alvarleg og dragi einhvern dilk á eftir sér varðandi frekari þátttöku Sveins á mótinu.
Búið var um ökklann á Sveini og ljóst að ekkert verður af frekari þátttöku hans á æfingunni.
Sveinn, sem kom inn í landsliðshópinn rétt fyrir HM þegar Arnar Freyr Arnarsson meiddist, sat yfir í gær þegar íslenska landsliðið vann Slóvena. Sveinn var með í tveimur fyrstu leikjum landsliðsins á HM, gegn landsliðum Grænhöfðaeyja og Kúbu.