- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sveinn og félagar lifa í voninni

Sveinn Jóhannsson leikmaður SönderjyskE gengur til liðs við Erlangen í sumar. Mynd/SönderkyskE
- Auglýsing -

Sveinn Jóhannsson, landsliðsmaður í handknattleik, og samherjar hans í SönderjyskE eiga enn von um sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn eftir sigur á Bjerringbro/Silkeborg, 29:27, á heimavelli síðarnefnda liðsins í gær. Sveinn skoraði eitt mark í leiknum.


Átta liða úrslit um danska meistaratitilinn fara fram í tveimur fjögurra liða riðlum og er ein umferð eftir í þeim báðum. Lokaumferðin fer fram á sunnudaginn.


Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsmenn GOG hafa fyrir löngu tryggt sér efsta sæti í riðli. Í undanúrslitum mæta þeir liðinu sem hafnar í öðru sæti í riðli tvö. Óljóst er ennþá hvort það verður Aalborg eða Holstebro.


Spenna ríkir um hvort það verður Bjerringbro/Silkeborg eða Sveinn og félagar í SönderjyskE sem ná öðru sæti í riðli eitt. Í lokaumferðinni fær SönderjyskE liðsmenn Kolding í heimsókn en Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðsmarkvörður, leikur með Kolding. Á sama tíma eigast við GOG og Bjerringbro/Silkeborg. Sem stendur er Bjerringbro/Silkeborg tveimur stigum á undan SönderjyskE en síðarnefnda liðið stendur betur að vígi í innbyrðisleikjum verði liðin jöfn að stigum þegar upp verður staðið.


Í hinum riðlinum mætast ríkjandi meistarar Aalborg, með Arnór Atlason á þjálfarabekknum, og Holstebro í uppgjöri um efsta sætið. Skjern og Skanderborg sem einnig eru í riðli tvö eru úr myndinni og eiga ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum.


GOG vann Kolding í gær, 32:29, í fjórðu umferð 1. riðils. Viktor Gísli stóð í marki GOG hluta leiksins og varði sex skot, 26% hlutfallsmarkvarsla. Ágúst Elí var einnig hluta leiksins í marki Kolding. Hann varði níu skot, þar af eitt vítakast, sem gerir 34,6% hlutfallsmarkvörslu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -