- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svekkjandi tap í Kastamonu

Asli Iskit skorar eitt átta marka sinn í leiknum í dag. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik mátti þola svekkjandi tap fyrir tyrkneska landsliðinu 30:29, í undankeppni Evrópumótsins í Kastamonu í Tyrklandi í dag. Tyrkir skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og náðu í eina skiptið yfirhöndinni með sigurmarkinu. Íslenska liðið var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15.
Ísland var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi og var mest fimm mörkum yfir, 11:6, í fyrri hálfleik. Sveiflunar voru miklar og Tyrkjum tókst að minnka muninn í eitt mark skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.


Áfram var Ísland með yfirhöndina framan af síðari hálfleik. Andrea Jacobsen skoraði 24. mark Íslands, 24:21, þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Tyrkneska liðið gafst ekki upp enda vel stutt af nær 3.000 áhorfendum. Sóknarleikur Íslands varð erfiður á lokakaflanum og tókst ekki að nýta þau tækifæri sem gáfust.

Þess ber þó að geta að á síðustu sekúndum leiksins fékk íslenska landsliðið aukakast. Markvörður Tyrkja, Merve Durdu, kastaði þá boltanum fram völlinn til að tefja tímann. Henni hefði átt að vera vísað af leikvelli og íslenska liðið átt að fá vítakast. Slík er refsingin fyrir að tefja tímann á síðustu 30 sekúndum leiks. Norður Makedónskir dómarar stóðu hinsvegar ekki í lappirnar og það ekki í eina skiptið á lokakaflanum.

Sóknarmenn Tyrkja voru hálir sem álar, þeir unnu hvert vítakastið á fætur öðru í síðari sem nýttust vel. Markvarslan íslenska liðsins var ekki góð.


Liðin mætast öðru sinni á Ásvöllum á sunnudaginn klukkan 16. Þá gefst tími til þess að snúa taflinu við og halda í vonina um að komast í lokakeppni EM í nóvember.


Mörk Íslands: Lovísa Thompson 7, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 4/2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Andrea Jacobsen 2, Unnur Ómarsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Sandra Erlingsdóttir 1/1, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -