- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svekkjandi úrslit – stolt af liðinu og þakklát áhorfendum

Thea Imani Sturludóttir sækir að hollensku vörninni í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


„Þetta eru mjög svekkjandi úrslit gegn einu sterkasta liði heims. Okkur leið bara mjög vel á vellinum en því miður þá voru það nokkrir stuttir kaflar í síðari hálfleik sem skildi að þegar upp er staðið,“ sagði Thea Imani Sturludóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir tveggja marka tap landsliðsins fyrir Hollendingum, 27:25, í upphafsleik liðanna á Evrópumótinu í handknattleik í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í Austurríki í kvöld.


„Á móti svona öflugu liði má ekkert slaka á. Við slepptum okkur aðeins í síðari hálfleik og þá var okkur refsað fyrir. Þegar á leið leikinn áttum við möguleika á að komast yfir á nýjan leik en því miður tókst það ekki. Til dæmis þegar við vorum tveimur fleiri nærri leikslokum. Þann kafla tókst okkur ekki að nýta. Já, þetta er svekkjandi,“ sagði Thea Imani sem skoraði þrjú mörk í leiknum.

„Ég er hrikalega stolt af liðinu að ná þessari frammistöðu í fyrsta leik gegn jafn sterku liði og Holland er. Allir er skiljanlega spenntir að byrja mótið og allt það. Í þessum aðstæðum er gaman að sýna jafn góða frammistöðu og við gerðum,“ sagði Thea Imani ennfremur.

Blátt haf tók á móti okkur

Thea lauk lofsorði á fjölmennan hóp stuðningsfólks sem fylgdi íslenska liðinu eftir til Innsbruck og lét svo sannarlega til sín taka á áhorfendabekkjunum.

„Það var hrikalega gaman að koma inn á völlinni og sjá blátt haf í stúkunni taka á móti okkur. Fólkið var allan tímann að. Ég er ánægð með að fá fólkið út með okkur. Það hefur mjög mikið að segja fyrir okkur í liðinu og finna fyrir þessum stuðningi,“ sagði Thea Imani Sturludóttir í samtali við handbolta.is eftir leikinn í kvöld.

Tveggja marka tap – besti leikur kvennalandsliðsins frá upphafi – áfram veginn

EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -