- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svíar lögðu næsta andstæðing Íslendinga

Leikmenn sænska landsliðsins fagna sigri á Pólverjum á EM U20 ára í dag. Ljósmynd/EHF
- Auglýsing -

Svíar, sem eru með íslenska landsliðinu í F-riðli á Evrópumóti 20 ára landsliða karla í handknattleik í Slóveníu, unnu öruggan sigur á Pólverjum, 38:26, síðari viðureign 1. umferðar í riðlinum í dag. Pólverjar verða næstu andstæðingar Íslands á mótinu.

Svíar lögðu grunn að sigrinum með mjög góðri byrjun. Þeir slógu Pólverja alveg út af laginu í upphafi með sterkum varnarleik og hraðaupphlaupum. Staðan var 19:10 að loknum fyrri hálfelik. Sænska liðið skoraði fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks áður en það slakaði aðeins á og hélt forskoti sínu í um 10 mörkum allt til loka.

Á morgun mætast Ísland og Pólland klukkan 14.40 í Tri Lilije Hall í Laško. Takist íslenska liðinu að vinna þá viðureign bíður væntanlega uppgjör við sænska landsliðið á laugardaginn um efsta sæti riðilsins og öruggt sæti í átta liða úrslitum mótsins. Svíar leika árdegis við Úkraínumenn og sé tekið mið af frammistöðu liða Svíþjóðar og Úkraínu í dag eiga Svíar sigur næsta vísan.

Handbolti.is fylgist með leik Íslands og Póllands á morgun í textalýsingu.

Færeyingar byrjuðu á sigri

Færeyingar byrja Evrópumót 20 ára landsliða vel. Þeir fögnuðu sigri á liði Sviss, 30:29, í morgun. Reyndar saumuðu leikmenn svissneska liðsins hressilega að þeim færeysku undir lokin og jöfnuðu metin, 29:29. Trúgvi Hávardsson tryggði Færeyingum sigur þegar 45 sekúndur voru til leiksloka.

Færeyska liðið var sex mörkum yfir í hálfleik, 21:15, en gekk margt í mót í síðari hálfleik en tókst að hreppa stigin tvö. Óli Mittún var markhæstur með átta mörk en notaði til þess 18 skot.

Með Færeyingum og Svisslendingum í riðli eru Spánverjar, heimsmeistarar 19 ára landsliða í fyrra, og Frakkar. Spánn lagði Frakklandi með átta marka mun í dag, 39:31, eftir jafnan fyrri hálfleik.

Hér fyrir neðan eru úrslit dagsins og staðan í riðlunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -