- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svíinn fær samningi sínum rift

Andreas Palicka hefur verið leystur undan samningi hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka og þýska liðið Rhein-Neckar Löwen hafa komist að samkomulagi um að leysa Palicka undan samningi nú þegar. Samningur átti að gilda fram á mitt næsta ár.


Ástæða þessa mun vera persónuleg og er ekki gefin upp en víst er að Palicka hefur glímt við meiðsli um nokkurt skeið. Til viðbótar hefur hann samið um að ganga til liðs við PSG á næsta sumri.

Aftonbladet í Svíþjóð greindi frá því fyrir um viku að Palicka hafi náð samkomulagi um að yfirgefa þýska liðið um áramót. Þar kom fram að hann ætli að leika með Redbergslid í Gautaborg til loka keppnistímabilsins. Redbergslid rekur lestina í sænsku úrvalsdeildinni.


Palicka hefur um árabil verið einn fremsti markvörður heims. Palicka hefur leikið í Þýskalandi frá 2008 að tímabilinu 2015/2016 undanskildu er hann var markvörður Aalborg Håndbold í Danmörku.

Palicka lék stórt hlutverk í sænska landsliðinu þegar það hafnaði í öðru sæti á HM fyrir ári.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -