- Auglýsing -

Sviss teflir fram Zürich á EM karla 2028

- Auglýsing -


Handknattleikssamband Sviss hefur tilkynnt að sá hluti Evrópumóts karla í handknattleik 2028 sem fram fer í landinu verði í Zürich. Til stendur að tveir riðlar af sex á fyrsta stigi keppninni verði í Sviss.


Spánverjar og Portúgalar verða gestgjafar EM 2028 í karlaflokki auk Svisslendinga. Það hefur legið fyrir frá árinu 2021. Stefnt er á að EM 2028 hefjist 13. janúar og ljúki 17 dögum síðar. Undankeppnin byrjar í upphafi vetrar 2026 og lýkur vorið 2027. Dregið verður í riðla í apríl á næsta ári.

Eins og fram kom á handbolti.is í vor þá er áhugi hjá spænska handknattleikssambandinu að upphafsleikur mótsins fari fram á knattspyrnuleikvangi Real Madrid, Estadio Santiago Bernabéu.

Áður en að þessu öllum saman kemur verður EM 2026 haldið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í janúar á næsta ári.

Leiktímar Íslands á EM 2026 staðfestir

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -