Tumi Steinn Rúnarsson skoraði tvö mörk og gaf fjórar stoðsendingar í sex marka sigri liðs hans, Alpla Hard, á Füchse, 41:35, á heimavelli í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í gær. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard.
Með sigrinum...
Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk og átti fjórar stoðsendingar í jafntefli Ribe-Esbjerg á heimavelli í gær í leik við Mors-Thy, 37:37, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Mads Svane Knudsen jafnaði metin fyrir Mors-Thy þegar 10 sekúndur voru til leiksloka.
Ágúst...
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign Wisla Plock og Sporting Lissabon í 14. og síðustu umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik sem fram fer í Plock í Póllandi í kvöld. Bæði lið eru örugg áfram upp úr...
Ólafur Örn Haraldsson verður eftirlitsmaður á leik GOG og BM Granollers í síðustu umferð riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram í Svendborg á Fjóni.
Portúgalsmeistarar Sporting, sem Orri Freyr Þorkelsson landsliðsmaður leikur með, hefur orðið fyrir...
Bergischer HC, sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar, vann N-Lübbecke, 38:24, á heimavelli í 2. deild þýska handknattleiksins í gær og situr áfram í efsta sæti deildarinnar með 32 stig eftir 21 leiki, þremur stigum á undan GWD Minden.
Arnór Viðarsson...
Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir One Veszprém HC í enn einum stórsigri liðsins í ungversku 1. deildinni. Að þessu sinni lágu leikmenn Eger í valnum, 47:31. Staðan í hálfleik var 24:14. Aron Pálmarsson var með Veszprém en...
Andri Már Rúnarson skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu í 13 marka sigri SC DHfK Leipzig á heillum horfnu liði VfL Potsdam, 32:19, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari SC...
David Móré skoraði sigurmark Rhein-Neckar Löwen, 29:28, á síðustu sekúndu gegn Ými Erni Gíslasyni og liðsfélögum í Göppingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Ýmir Örn lék mest í vörninni í leiknum og skoraði ekki mark í...
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson er í finnska landsliðshópnum sem Ola Lindgren landsliðsþjálfari valdi á dögunum til þess að taka þátt í tveimur leikjum við Slóvaka í undankeppni EM 13. og 16. mars. Gauti hefur verið í finnska landsliðshópnum síðustu árin...
Króatíski landsliðsmaðurinn Ivan Martinovic leikur ekki með Rhein-Neckar Löwen næstu vikurnar vegna hnémeiðsla. Martinovic var einn öflugasti leikmaður króatíska landsliðsins sem vann silfurverðlaun á HM í síðasta mánuði.
Forsvarsmenn hollenska karlaliðsins Limburg Lions leggja árar í bát þegar keppnistímabilinu lýkur...