- Auglýsing -
Teitur Örn Einarsson og félagar í IFK Kristianstad höfðu betur í viðureign sinn við IFK Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, 26:24. Leikið var í Kristianstad. Með sigrinum færðist Kristianstad upp í sjöunda sæti deildarinnar. Liðið hefur fjögur stig eftir fjóra leiki. Skövde er hinsvegar í 12. sæti af 14 með tvö stig.
Teitur Örn skoraði eitt mark í tveimur skotum í leiknum, var vísað af leikvelli í tvígang og átti einnig tvær stoðsendingar.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði þrjú mörk í átta skotum fyrir Skövde-liðið, átti tvær stoðsendingar. Hann var einnig gert að kæla sig í tvígang í tvær mínútur.
- Auglýsing -