- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn átti stóran þátt í fyrsta sigrinum

Teitur Örn, annar f.h. ásamt þjálfara og stjórnendum Flensburg. Mynd/Flensburg
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson átti stóran þátt í fyrsta sigri Flensburg í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð í kvöld er hann skoraði sjö mörk í níu skotum í sjö marka sigri á HC Motor frá Úkraínu, 34:27, í Flensborg í kvöld. Teitur Örn og Svíinn Hampus Wanne báru uppi sóknarleik Flensburg-liðsins að þessu sinni. Wanne skoraði átta mörk.


Þetta var þriðji leikur Selfyssingsins með þýska liðinu á einni viku síðan hann gekk til liðs við það með skömmum fyrirvara fyrir 10 dögum. Teitur Örn hefur komið eins og stormsveipur inn í liðið og skorað alls fimmtán mörk.
Flensburg hefur þar með þrjú stig að loknum sex leikjum og rekur enn lestina í B-riðli. Motor, þar sem Roland Eradze er aðstoðarþjálfari, og Dinamo Búkarest eru í næstu sætum fyrir ofan með fjögur stig.


Dinamo gerði sér lítið fyrir og lagði Veszprém í kvöld á fremur sannfærandi hátt, 31:29, í Búkarest.


Frakkinn Timothey N’guessan tryggði Barcelona annað stigið í leik við Porto, 33:33, í Portúgal þar sem heimamenn voru með yfirhöndina lengst af þótt vart hafi mátt sjá á milli liðanna á allra síðustu mínútum. Barcelona sem tapaði ekki stigi í Meistaradeildinni á síðasta tímabili hefur þegar tapað þremur á þessu keppnistímabili er í öðru sæti B-riðils með 9 stig eftir sex leiki. Vive Kielce er stigi fyrir ofan í efsta sæti eftir sigur í gær sem áður hefur verið greint frá á handbolti.is.

Orri og félagar unnu í Brest

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í norska meistaraliðinu Elverum gerðu góða ferð til Brest í Hvíta-Rússlandi og lögðu heimamenn, 30:27. Orri Freyr var í leikmannahópi Elverum en kom ekkert við sögu í leiknum.
Elverum hefur staðið sig vonum framar í keppninni til þessa og er í hópi efstu liða í A-riðli. Meshkov Brest hefur valdið vonbrigðum og er án stiga en liðið var í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vor.


Staðan í A- og B-riðlum Meistarardeildar eftir sex umferðir:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -