- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn er ofarlega á blaði

Teitur Örn Einarsson, leikur ekki fleiri leiki fyrir IFK Kristianstad. Ljósmynd/IFK Kristianstad
- Auglýsing -

Sænsku getraunirnar telja stórskyttuna frá Selfossi, Teit Örn Einarsson, vera á meðal þeirra sem eru hvað sennilegastir til að verða markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Keppni í deildinni hefst á laugardaginn og sækir IFK Kristianstad, liðið sem Teitur Örn og Ólafur Andrés Guðmundsson leika með, liðsmenn HK Malmö heim í Baltiska-Arena í Malmö.

Samkvæmt stuðlum sænsku getraunanna er Teitur Örn í þriðja sæti yfir þá sem taldir eru sennilegastir til þess að skora flest mörk í deildinni á komandi leiktíð. Stuðullinn á Selfyssinginn er 8. Hampus Olsson, leikmaður Malmö, er efstur á blaði, stuðullinn á honum er 4,75. Rétt á eftir Teiti Erni í öðru sæti er Eric Johansson hjá Guif. Stuðullinn á að hann verði markakóngur er 7,50.

Sem fyrr segir hefst keppni í sænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Fleiri Íslendingar leika með liðum deildarinnar. Aron Dagur Pálsson leikur með Alingsås eins og á síðasta tímabili. Alingsås sækir Skövde heim á sunnudag. Sama dag leikur Guif Eskilstuna, sem markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson gekk til liðs við í sumar, við Ystad HK á heimavelli Ystad.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -