- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn lét þrumuskotin dynja á mark Porto

Teitur Örn Einarsson leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson fór á kostum með Flensburg í kvöld þegar liðið krækti í annað stigið í gegn Porto á heimavelli í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknatteik, 26:26. Selfyssingurinn lét þrumuskotin dynja á mark Portoliðsins var markahæstur leikmanna Flensburg með átta mörk í 12 skotum. Þar að auki átti hann þrjár stoðsendingar.


Marius Steinhauser og Jim Gottfridsson voru næstir með fimm mörk hvor. Svíinn átti fimm stoðsendingar en þær eru hans sérgrein. Þýski landsliðsmaðurinn Djibril M’Bengue skoraði sex mörk fyrir Porto í þessum hörkuleik í Flensburg þar sem heimaliðið var marki yfir í hálfleik, 14:13.


Danska meistaraliðið Aalborg endurheimti efsta sæti A-riðils meistaradeildar með því að leggja Montpellier í Frakklandi, 33:31. Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Montpellier. Hugo Descat var markahæstur með átta mörk.


Aron Pálmarsson skoraði þrú mörk fyrir Álaborgarliðið en Svíinn Felix Claar var markahæstur með 10 mörk. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg.


Pick Szeged er í öðru sæti A-riðils. Liðið vann Noregsmeistara Elverum, 27:24, í Elverum í kvöld. Aron Dagur Pálsson og Orri Freyr Þorkelsson voru í leikmannahópi norsku meistaranna en skoruðu ekki mark að þessu sinni. Sindre Heldal var markahæstur hjá Elverum með sjö mörk. Sebastian Frimmel skoraði sex mörk fyrir ungversku meistarana.


Staðan í A- og B-riðlum Meistaradeildar Evrópu:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -