- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn og félagar hársbreidd frá sigri á toppliðinu

Teitur Örn Einarsson leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson og liðsfélagar hans í Flensburg-Handewitt voru óheppnir að hreppa ekki bæði stigin í dag þegar þeir tóku á móti efsta liði þýsku 1. deildarinnar í handknattleik, Füchse Berlin, á heimavelli. Lasse Bredekjær Andersson jafnaði metin fyrir Berlínarliðið, 31:31, á síðustu andartökum viðureignarinnar í Campushalle í Flensborg.

Þar með hefur Füchse Berlin tapað fimm stigum á leiktíðinni en hefur áfram forskot á Magdeburg sem er í öðru sæti þegar litið er til tapaðra stiga. Flensburg er í þriðja sæti með 11 töpuð stig.

Teitur Örn skoraði tvö mörk í leiknum, átti eina stoðsendingu og var einu sinni vikið af leikvelli enda er hann orðinn jafnvígur á varnarleik eins og sóknarleik.

Mathias Gidsel skoraði níu mörk fyrir Flensburg og var markahæstur. Emil Jakobsen skoraði átta sinnum fyrir Flensburg.

Í jöfnum og skemmtilegum leik í Campushalle í Flensburg þar sem svo sannarlega sauð á keipum var staðan jöfn að loknum fyrri hálfleik, 17:17. Allur síðari hálfleikur var í járnum og skiptust liðin á að vera marki yfir.

Önnur úrslit í þýsku 1. deildinni í dag:
HSV Hamburg – Göppingen 33:31 (17:17).
THW Kiel – Eisenach 31:27 (14:13).

Staðan:

Standings provided by Sofascore

Annars er stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum í evrópskum handknattleik þar sem Íslendingar koma við sögu að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -