- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn skaut Kristianstad áfram

Teitur Örn Einarsson, leikur ekki fleiri leiki fyrir IFK Kristianstad. Ljósmynd/IFK Kristianstad

Teitur Örn Einarsson skaut IFK Kristianstad í 16-liða úrslit sænsku bikarkeppninni í handknattleik í dag. Hann átti stórleik og skoraði átta mörk í tíu marka sigri Kristianstad, 34:24, á Anderstorp SK á útivelli í lokaumferð riðlakeppni 32-liða úrslita.


Kristianstad og Vinslövs fara áfram í 16-liða úrslit úr sjötta riðli en leikmenn Hammarby og Anerstorp sitja eftir með sárt ennið.
Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark fyrir Guif þegar liðið vann Boden, 31:29, í áttunda riðli. Daníel Freyr Andrésson er markvörður Guif sem vann þrjá leiki og varð í efsta sæti riðilsins. Hallby flaut áfram úr riðlinum ásamt Guif. Ekki liggur á lausu hversu mörg skot Daníel Freyr varði í leiknum.


Sambýliskona Teits Arnar, Andrea Jacobsen, fagnaði einnig sæti í 16-liða úrslitum með sínum samherjum í Kristiandstad HK. Þær unnu Skövde HF, 32:27. Andrea skoraði tvö mörk, eitt í hvorum hálfleik. Kristianstad HK vann allar þrjár viðureignir sínar og tekur sæti í 16-liða úrslitum úr fimmta riðli ásamt Skövde-liðinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -