- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tékkar, Eistlendingar og Ísraelsmenn eru andstæðingar Íslands

Undankeppni EM 2024 hefst hjá íslensku piltunum í október. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið er í þriðja riðli í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik en dregið var í dag í Berlín. Með íslenska landsliðinu í riðli verða landslið Tékklands, Ísraels og Eistlands. Íslenska landsliðið var líka með Ísrael í riðli í undankeppni EM 2022.

Evrópumótið 2024 verður haldið í Þýskalandi.


Alls voru nöfn 32 þjóða dregin í átta riðla en þeim áður hafði þátttökuþjóðum verið raðað í fjóra styrkleikaflokka. Ísland var í fyrsta flokki og fékk Tékkland úr öðrum flokki, Ísrael úr þriðja flokki og Eistland um þeim fjórða.


Undankeppnin hefst 12. október og lýkur 30. apríl á næsta ári. Leikið verður heima og að heiman. Tvö efstu lið hvers riðils komast auk fjögurra sem ná bestum árangri í þriðja sæti fara í lokakeppni EM sem haldin verður í Þýskalandi 10. – 28. janúar 2024.

Þannig er riðlaskiptingin:
1.riðill: Portúgal, Norður Makedónía, Tyrkland, Lúxemborg.
2.riðill: Noregur, Serbía, Slóvakía, Finnland.
3.riðill: Ísland, Tékkland, Ísrael, Eistland.
4.riðill: Austurríki, Úkraína, Rúmenía, Færeyjar.
5.riðill: Króatía, Holland, Grikkland, Belgía.
6.riðill: Ungverjaland, Sviss, Litáen, Georgía.
7.riðill: Slóvenía, Svartfjallaland, Bosnía, Kósovó.
8.riðill: Frakkland, Pólland, Lettland, Ítalía.


Leikdagar í riðlakeppninni:

1.umferð: Ísland – Ísrael 12./13. október 2022.
2.umferð: Eistland – Ísland 15./16. október 2022.
3.umferð: Tékkland – Ísland 8./9. mars 2023.
4.umferð: Ísland – Tékkland 11./12. mars 2023.
5.umferð: Ísrael – Ísland 26./27. apríl 2023.
6.umferð: Ísland – Eistland 30. apríl 2023.

Handbolti.is fylgdist með drættinum í textalýsingu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -