- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tékklandsför bíður ÍBV

Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV og leikmenn leggja á ráðin. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

ÍBV mætir tékkneska liðinu Sokol Pisek í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna en dregið var í morgun í Vínarborg. Leikir 16-liða úrslita fara fram 8. og 9. janúar og viku síðar kjósi liðin að leika heima og að heima. Komi til þess þá verður heimaleikur ÍBV í Vestmannaeyjum 15. eða 16. janúar.

Sokol Písek er frá um 30 þúsund manna bæ, Písek í Tekklandi. Liðið er í sjötta sæti MOL-deildar sem er sameiginleg deildarkeppni úrvalsliða kvenna í Tékklandi og í Slóvakíu.


Í 32-liða úrslitum keppninnar sló Sokol Písek úr lið Dukla Prag í tveimur leikjum, samanlagt 61:57. Písek vann heimaleikinn á sunnudaginn, 27:22, en tapaði í Prag með einu marki, 35:34.


Andrea Jacobsen, landsliðskona og samherjar hennar í Kristianstad, mæta liði frá Slóvakíu í 16-liða úrslitum en áður hefur Kristianstad unnið lið frá Slóveníu og Tyrklandi á fyrri stigum keppninnar.

Þannig drógust liðin saman:

Sokol Pisek (Tékklandi) – ÍBV
HC DAC Dunajska Streda (Slóvakíu) – Kristianstad (Svíþjóð).
Juro UniRek VZV (Hollandi) – Costa del Sol Málaga (Spáni)
Maccabi Arazim Ramat gan (Ísrael) – Bm Elche (Spáni).
SSV Brixen Südtirol (Ítalíu) – HC Galychanka Lviv (Úkraínu)
HandbaL Venlo (Hollandi) – ZRK Bekament Banja (Serbíu).
ZRK Naisa Nis (Serbíu) – H71 (Færeyjum)
Izmir BSB SK (Tyrklandi) – Rocasa Gran Canaria (Spáni).

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -