- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tekur fram skóna og heldur til Sviss

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn þrautreyndi Orri Freyr Gíslason hleypur í skarðið hjá Kadetten Schaffhausen í Sviss á endaspretti deildarkeppninnar þar í landi samkvæmt heimildum Vísis. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar lið Kadetten sem er komið í undanúrslit í svissnesku A-deildinni.


Orri Freyr lék um langt árabil með Val en lagði keppnisskóna á hilluna sumarið 2019 eftir sigursælan feril með Val sem línumaður en einnig sterkur varnarmaður fyrir utan að vera fyrirliði árum saman. Orri Freyr lék með Viborg í Danmörku um skeið veturinn 2012/2013.


Kadetten varð á dögunum deildarmeistari í Sviss eftir að hafa farið nær taplaust í gegnum veturinn. Liðið er einnig í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar og mætir Wisla Plock öðru sinni í Póllandi í kvöld.


Kadetten Schaffhausen er sigursælasta handknattleikslið í karlaflokki í Sviss á þessari öld. Björgvin Páll Gústavsson var markvörður liðsins frá 2009 til 2011. Markakóngur Olísdeildarinn í vetur, Óðinn Þór Ríkharðsson, gengur til liðs við félagið í sumar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -