- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tekur Viktor Gísli við af Vargas hjá Barcelona?

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður landsliðsins og franska liðsins Nantes. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er sterklega orðaður við flutning til meistaraliðsins Barcelona sumarið 2025 þegar spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas kveður félagið og gengur til liðs við THW Kiel.

Vísir sagði fyrstu frá þessum fregnum hér á landi í gærkvöld og vitnaði í útvarpsþáttinn Tot costa sem sendur er út í Katalóníu og heldur einnig úti X-síðu þar sem þessu er haldið fram.

Viktor Gísli á ár eftir af samningi sínum hjá Nantes í Frakklandi. Verði af þessum vistaskiptum mun Viktor Gísli standa vaktina í marki Barcelona með danska landsliðsmarkverðinum Emil Nielsen. Viktor Gísli var fenginn til Nantes þegar Daninn gekk til liðs við Katalóníuliðið sumarið 2022.

Ef marka má fregnir Tot Costa þá ætla forráðamenn Barcelona ekki að láta sér nægja að krækja í Viktor Gísla. Þeir hafa einnig áhuga á að endurheimta franska línumanninn Ludovic Fabregas þegar samningur hans við Telekom Veszprém gengur út. Til viðbótar stendur til að öngla í spænska hornamanninn Dani Fernández sem nú leikur með Stuttgart.

Þrír íslenskir handknattleiksmenn hafa leikið með Barcelona, Aron Pálmarsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Viggó Sigurðsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -