- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tel mig standa betur að vígi

Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd/PAUC
- Auglýsing -

„Ég er mjög ánægður að fá kallið aftur inn í landsliðið,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, Donni, handknattleiksmaður við handbolta.is í gærkvöld en í gær var hann valinn í landsliðið fyrir leikinn gegn Litháen í næstu viku ásamt Magnúsi Óla Magnússyni úr Val í framhaldi af forföllum Ólafs Andrésar Guðmundssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar.


„Ég fékk síðast séns í fyrrahaust til að sanna mig í tveimur æfingaleikjum gegn Svíþjóð. Nú tel ég mig standa betur að vígi í stöðu hægri skyttu í íslenska landsliðinu en þá,“ sagði Donni sem gekk til liðs við PAUC, Aix, í Frakklandi í sumar. Hann hefur leikið afar vel með liðinu í þeim þremur leikjum sem hægt hefur verið að leika vegna kórónuveirunnar.


Donni átti að leika með PAUC í kvöld gegn St Raphael en leiknum hefur verið frestað. „Það er hætt að koma manni á óvart þegar leikjum okkar er frestað,“ sagði Donni.

Getur breyst skyndilega


Hert útgöngubann tekur gildi í Frakklandi í dag. Þrátt fyrir það segist Donni telja að ekkert verði því til fyrirstöðu að hann komist inn og út úr landinu en hann stefnir á að koma til Íslands á sunnudaginn. „Ég held að það eigi allt að ganga upp. Ég á að ná flugi til Íslands á sunnudaginn og ætti að komast svo aftur heim til Frakklands 5.nóvember, daginn eftir leikinn við Litháen. En þetta getur breyst skyndilega og maður verður bara að taka því sem kemur,“ sagði Donni ennfremur.

Útgöngubann og tekjutap

„Einmitt núna á morgun, föstudag, á útgöngubann að taka gildi um allt Frakkland. Stjórnvöld ætla samt að reyna að halda hljólum atvinnulífsins gangandi. Þess vegna meðal annars er vilji til þess að félög spili alla leiki eins og kostur er en þá án áhorfenda. Það er síðan stór spurning hversu lengi félögin geta haldið því áfram enda hafa þau þegar orðið af miklum tekjum vegna fárra eða engra áhorfenda og margir leikir til viðbótar án tekna af áhorfendum bæta ekki úr skák,“ sagði Donni við handbolta.is í gærkvöldi en lið hans hefur ekki ekki leikið á heimavelli á keppnistímabilinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -