- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Það er ekkert vesen

Gísli Þorgeir Kristjánsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég er tilbúinn í slaginn. Líður bara mjög vel og er svakalega ánægður með hvernig síðustu vikur og mánuðir hafa gengið,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem mættur var galvaskur í morgun á fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir Evrópumótið þegar handbolti.is hitti hann stuttlega að máli.

Kapphlaup við tímann

Gísli Þorgeir hefur verið í kapphlaupi við tímann síðustu mánuði eftir að hann fór úr axlarlið um júní og gekkst undir aðgerð á öxlinni í byrjun júlí. Hann var staðráðinn í að ná Evrópumótinu og útlit er fyrir að það muni takast. Um miðjan desember lék Gísli Þorgeir sína fyrstu leiki með Magdeburg og meira en viss um að vera tilbúinn í átökin á Evrópumótinu.

Gríðarlega sáttur

„Sjálfstraustið batnar með hverjum deginum sem líður. Ég treysti öxlinni alveg hundrað próstent. Það er ekkert vesen. Ég á eftir fínstilla einhverja þætti en heilt yfir get ég ekk annað en verið gríðarlega sáttur. Ég fer óhræddur í árásir og er tilbúinn að mæta því sem þeim fylgir,“ sagði Gísli Þorgeir sem segist hiklaust gæti leikið fyrsta leik á EM í dag ef því væri að skipta.

Ætlum að ná árangri

„Ég er bara spenntur fyrir að spila á efsta getustigi og af fullum krafti. Ég hlakka bara til að vera hluti að liðsheildinni. Við ætlum að ná árangri, ekki bara tala og tala,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik hiklaus að vanda í samtali við við handbolta.is í morgun.

EM í handknattleik karla hefst 10. janúar í Düsseldorf í Þýskalandi og stendur til 28. janúar. 
Leikir Íslands í C-riðli EM í München:
12.jan.: Ísland – Serbía, kl. 17.
14.jan.: Ísland – Svartfj. land, kl. 17.
16.jan.: Ísland – Ungv.land, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -