- Auglýsing -
- Auglýsing -

Það er í okkar höndum að ná markmiðunum á EM

Aron Pálmarsson fyrirliði landsliðsins og Sigvaldi Björn Guðjónsson verða í eldlínunni á EM í Þýskalandi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Mér líst vel á það markmið sem sett hefur verið fyrir EM, að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Sjálfur var ég með á leikunum 2012 og það er alveg ljóst að Ólympíuleikar eru stærsti viðburður sem íþróttamaður getur tekið þátt í. Við viljum vera með,“ sagði Aron Pálmarsson fyrirliði landsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is á dögunum þegar undirbúningur landsliðsins fyrir Evrópumótið í Þýskalandi var að hefjast.

Ekki eitt ákveðið sæti

„Til þess að ná þessu markmiði verðum við að ná góðum árangri á EM. Með því erum við ekki að horfa á eitthvað eitt sæti heldur fyrst og fremst að ná mjög góðum árangri sem er réttur áfangi að stefna á,“ sagði Aron sem hlakkar mjög til Evrópumótsins sem fram mun fara í fullum keppnishöllum í Þýskalandi og í stemningu sem óvíða ef nokkurstaðar er meiri á handboltaleikjum.

Það er ekki nóg að tala um það að við séu góðir heldur verðum við að sýna fram á það á leikvellinum að við séu frábærir.

Aron Pálmarsson

Nýir þjálfarar – breyttar áherslur

„Við lítum á það sem jákvæðan þátt að vera með nýja þjálfara [Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason] sem hafa lagt aðrar áherslur í leikinn. Við erum með þeim á þeirri leið enda erum við tilbúnir að leggja allt í sölurnar til þess að ná sem bestum árangri á EM vegna þess að árangur okkar á HM í fyrra var ekki eins góður og vonir stóðu til eftir að hafa náð sjötta sæti á EM fyrir tveimur árum.

Við viljum festa okkur í sessi í allra fremstu röð enda er það okkar mat að við séum með lið til þess. Við höfum mikla trú á landsliðsþjálfaranum og á okkur sjálfum um leið. Það er ekki nóg að tala um það að við séum góðir heldur verðum við að sýna fram á það á leikvellinum að við séu frábærir. Til þess þarf allt að ganga upp og það er í okkar höndum að láta það eiga sér stað,“ sagði Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik karla.

EM í handknattleik karla hefst 10. janúar í Düsseldorf í Þýskalandi og stendur til 28. janúar. 
Leikir Íslands í C-riðli EM í München:
12. jan.: Ísland – Serbía, kl. 17.
14. jan.: Ísland – Svartfj.land, kl. 17.
16. jan.: Ísland – Ungv.land, kl. 19.30.

Fyrir EM leikur íslenska landsliðið tvo vináttuleiki við austurríska landsliðið. Fyrri viðureignin verður í Vínarborg 6. janúar og sú síðar tveimur dögum síðar í Linz.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -