- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Það er uppselt og ekki möguleiki á fleiri miðum“ – Metfjöldi áhorfenda í Mósó

Afturelding treytsir á stuðning áhorfenda í leiknum við Nærbø í kvöld. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Uppselt er á oddaviðureign Aftureldingar og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla sem fram fer á Varmá í kvöld og hefst klukkan 20.15.

Síðustu miðarnir sem settir voru í sölu á Stubb í gærkvöldi hurfu eins og dögg fyrir sólu. Áhuginn er gríðarlegur hjá stuðningsmönnum beggja liða enda mikið undir í leiknum, sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Metfjöldi áhorfenda verður að Varmá í kvöld, a.m.k. á handboltaleik. Eitthvað á annað þúsund áhorfendur.

Verða að láta sjónvarpið duga

„Það er uppselt og ekki möguleiki á fleiri miðum. Þeir sem ekki eru með miða verða láta sér sjónvarpið duga,“ sagði Haukur Sigurvinsson formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar í samtali við handbolta.is upp úr klukkan hálf átta í morgun.

Klukkan 10 í dag hefjast Haukur og vaskur hópur sjálfboðaliða handa við að setja upp þá viðbótar aðstöðu sem sett verður upp í íþróttasalnum að Varmá í formi palla og lausra stóla. „Það er alveg ljóst að mikil vinna er eftir í dag og í mörg horn að líta hjá okkur,“ sagði Haukur sem vonast til að mynd verði komin á endanlega aðstöðu í hádeginu.

Mætið snemma

Áhorfendur er hvattir til þess að mæta snemma og taka þátt í dagskrá sem verður í boði vegna leiksins, jafnt í vallarhúsinu sem og í tjöldum sem reist hafa verið. Einnig verður vegleg skemmtidagskrá og auk þess sem hægt verður að kaupa mat og drykki meðan lyst verður fyrir hendi. Loga mun glatt á grillum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -