- Auglýsing -
Thea Imani Sturludóttir landsliðskona úr Val og Hafþór Már Vignisson úr Stjörnunni eru leikmenn október mánaðar í Olísdeildunum samkvæmt tölfræði samantekt HBStatz. Niðurstöður voru birtar í gærkvöld. Bæði leika þau í skyttustöðunni í hægra megin en eru einnig mjög vel liðtækir varnarmenn.