- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þessum kafla í lífi mínu er lokið

Guðjón Valur Sigurðsson fylgist með sínum mönnum á æfingu í sumar. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Rúmt ár er liðið síðan Guðjón Valur Sigurðsson lagði handknattleiksskóna á hilluna eftir langan og magnaðan feril sem handknattleiksmaður, þar af sem atvinnumaður í Þýskalandi, Spáni og síðast í Frakklandi í tvo áratugi með nokkrum af bestu handknattleiksliðum heims.

Guðjón Valur sneri sér að þjálfun og er núna þjálfari þýska liðsins Gummersbach. Saknar hann ekki þess að vera ekki lengur í eldlínunni inni á leikvellinum eftir langan feril? Handbolti.is talaði við Guðjón Val í síðustu viku og spurði hann m.a. um það hvort hann saknaði ekki gamla hlutverksins.

„Sakna og sakna ekki. Það eru vissir leikir, sérstaklega í kringum stórmót og í Meistaradeildinni sem ég tók þátt í árum saman og þekki vel hvað er að ganga í gegnum og búa sig undir. Það væri óeðlilegt ef ég hefði ekki eftir þennan langa feril einhverjar tilfinningar þegar kemur að þess háttar leikjum.  En ég veit líka að þótt gaman væri að leika einn og einn leik væri að sama skapi mjög erfitt fyrir mig nú að leika fleiri til viðbótar við allar þær æfingar sem fylgja óhjákvæmilega því að leika handknattleik.

Þessum kafla í lífi mínu er lokið. Nú hefur annað tekið við en í miningunni var gaman að taka þátt í þessu í gegnum árin,“ sagði Gujón Valur Sigurðsson í samtali við handbolta.is á dögunum.

Hér fyrir neðan er hlekkur á lengra viðtal við Guðjón Vals sem birtist rétt fyrir nýliðna helgi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -