- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þetta er bara drullu pirrandi

Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Stjarnan
- Auglýsing -

„Þetta er bara drullu pirrandi,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir tap fyrir HK, 28:27, í 10. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Kórnum í kvöld. Með þessum úrslitum er Stjarnan næst neðst í deildinni, aðeins stigi fyrir ofan neðsta liðið, Selfoss, sem lagði Hauka á sama tíma og leikurinn stóð yfir í Kórnum.

Fórum illa með færin

„Varnarleikurinn var alltof staður í fyrri hálfleik sem varð þess valdandi að við fengum alltof mörg mörk á okkur. Þetta skánaði aðeins í síðari hálfleik. Til viðbótar þá fórum við illa með alltof mörg opin færi. Sigurjón var frábær í marki HK og fór illa með okkur,“ sagði Hrannar sem var eðlilega vonsvikinn með úrslitin og sagði margt svipað með leiknum í kvöld og gegn Fram í umferðinni á undan.

Vöknuðum of seint

„Við misstum HK-inga þremur mörkum fram úr okkur og náum ekki að vinna upp muninn. Það er ekki fyrr en of seint sem menn vakna upp og reyna,“ bætti Hrannar við. Hann vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna í síðari hálfleik en Stjarnan var oft manni færri síðasta stundarfjórðunginn sem létti ekki róðurinn.

Bara áfram með fokking smjörið

“Það er ekkert annað í stöðunni hjá okkur en bara áfram með fokking smjörið,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar sem þarf greinilega lengri tíma til þess að snúa gæfuhjólinu á sveif með liði sínu en hann tók við þjálfun liðsins eftir fjórar umferðir.

Ég held að strákarnir séu að reyna að ganga frá mér

Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -