- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Þetta mál er klúður“

- Auglýsing -

„Í samningi okkar við Perovic var fyrirvari þar sem er kveðið á um að samningurinn taki ekki gildi ef Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun veiti ekki nauðsynleg leyfi fyrir komu hans til landsins. Það er á hreinu og tæru,“ sagði Magnús Ingi Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs þegar handbolti.is spurði hann hvort deildin þyrfti að súpa seyðið af því að hafa ekki komist að því fyrr nú skömmu áður en keppni á Íslandsmótsins hefst að Perovic fái ekki leikheimild með liðinu.

Perovic er Serbi og þar af leiðandi utan EES en í reglum HSÍ segir að lið megi ekki hafa innan sinna raða fleiri en tvo leikmenn utan EES. Þórsarar uppfylla þegar hámarkið með veru markvarðarins Jovan Kukobat sem er Serbi og Úkraínumannsins Ihor Kopyshynskyi.

Magnús segir að  Vinnumálastofnun hafi ekki verið búin að veita Perovic atvinnuleyfi þegar upp komst að hann yrði ekki gjaldgengur með Þórs-liðinu.

„Þetta klúður í kringum komu Perovic er alfarið okkar sök. Ég vissi ekki af þessu reglum, hafði ekki heyrt um þær og þó er ég ekki nýbyrjaður að vinna í kringum handboltann. Þetta mál er bara klúður,“ sagði Magnús Ingi og dró ekki fjöður yfir mistökin.

Þórsarar hafa ekki lagt árar í bát og hafa þegar hafið leit að örhentri skyttu úti í Evrópu sem uppfyllir skilyrði um að vera innan EES. „Það er ljóst að við verðum ekki með örvhenta skyttu í okkar liði í tveimur fyrstu leikjunum, hið minnsta,“ sagði Magnús Ingi Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs í samtali við handbolta.is fyrir stundu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -