- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þetta var alltof mikið

Hildigunnur Einarsdóttir að skora í leiknum á Ásvöllum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við vorum fimm mörkum undir þegar 15 mínútur voru eftir en töpuðum síðasta korterinu með átta marka mun. Það er alltof mikið,” sagði Hildigunnur Einarsdóttir landsliðskonan reynda í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir 13 marka tap landsliðsins fyrir sænska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik á Ásvöllum í gærkvöld, 37:24.

Lásu leik okkar

„Því miður þá gerðist það sem lögð var svo mikil áhersla á fyrir leikinn og í hálfleik að við mættum alls ekki missa boltann á einfaldan hátt með þeim afleiðingum að sænska landsliðið gæti skorað auðveld og einföld mörk. Það gerðist síðasta korterið þegar sænska landsliðinu gekk vel að lesa okkar leik og bregðast við því sem hafði gengið vel lengi vel í sóknarleik okkar,” sagði Hildigunnur sem var mjög vonsvikin vegna stórtaps í leiknum. Hildigunnur lék í gærkvöld sinn 105. landsleik.

Hildigunnur Einarsdóttir í þann mund að grípa sendingu frá Elínu Klöru Þorkelsdóttur í leiknum í gærkvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Vil ekki tapa stórt á heimavelli

„Mér alveg sama þótt um sé að ræða sænska landsliðið og hversu sterkt það er þá vil ég ekki tapa með svona miklum mun á heimavelli. Við eigum að geta gert betur en þetta,“ sagði Hildigunnur ennfremur en hún fór með landsliðnu í morgun til Svíþjóðar þar sem síðari leikur Íslands og Svíþjóðar í 7. riðli undankeppninnar fer fram á laugardaginn í Karlskrona.

Verðum að ná betri leik á útivelli

„Við verðum að taka það með úr þessum leik sem vel gekk og bæta ofan á. Um leið þurfum við að ná fram góðum leik á útivelli sem oft hefur gengið illa. Við verðum að leika vel á laugardaginn í fullri keppnishöll í Karlskrona. Horfum á björtu hliðarnar,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir landsliðskona í handknattleik.

Fyrsti landsleikurinn – fyrsta markið, myndir

Óþarflega stórt tap á Ásvöllum – myndir

EM kvenna ’24: Úrslit og staðan – 3. umferð

Staðan í 7. riðli undankeppni EM:

Svíþjóð3300113:616
Ísland320184:744
Færeyjar310277:812
Lúxemborg300347:1050
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -