- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þiggjum stigið með þökkum

FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson sækir að Hafþóri Má Vignissyni, leikmanni Stjörnunnar í Kaplakrika í gærkvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

„Úr því komið var þiggjum við stigið með þökkum enda vorum við marki undir þegar fimm sekúndur voru eftir,“ sagði Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH,í samtalvi við handbolta.is eftir jafntefli, 30:30, í við Stjörnuna í háspennuleik í Olísdeild karla í Kaplakrika í gærkvöld. Einar Örn Sindrason jafnaði metin fyrir FH á síðustu sekúndu leiksins eftir að Stjörnumenn höfðu tapað boltanum í lokasókn sinni.


„Mér fannst varnarleikur okkar ekki vera nægilega góður að þessu sinni. Það var eins við værum alltaf að klikka á sama atriðinu í stað þess að læra af mistökunum. Við brugðumst ekki við í samræmi við það sem lagt hafi verið á ráðin með. Það er ekki nóg að tala um þetta hlutina. Það þarf að gera hlutina,“ sagði Einar sem sagði sóknarleik FH hafa verið viðundandi.

„Þrjátíu mörk eru í lagi en við hefðum mátt kítta betur upp í veikleikana í vörninni hjá okkur,“ sagði Einar Rafn Eiðsson sem skoraði fimm mörk í leiknum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -