- Auglýsing -
Jón Brynjar Björnsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Víkings í handknattleik. Hann tekur við af Sigfúsi Páli Sigfússyni sem hefur verið þjálfari liðsins á miklu framfaraskeiði síðustu tvö keppnistímabil. Samningur Sigfúsar Páls við Víkinga er að renna út þessa dagana. Óvíst er hvað tekur við hjá Sigfúsi Páli í þjálfun.
Jón Brynjar hefur m.a. þjálfað hjá HK en eftir því sem handbolti.is veit best er Víkingur fyrsta meistaraflokksliðið sem hann þjálfar, alltént sem aðalþjálfari.
Víkingur hafnaði í fimmta sæti Grill66-deildar kvenna á leiktíðinni sem lauk á dögunum. Eru þá U-liðin ekki talin með.
Forráðamenn Víkings eru stórhuga eftir því næst er vitað. Þeir ætla sér í frekari uppbyggingu á liði sínu fyrir komandi leiktíð. Hafa m.a. á síðustu dögum verið endurnýjaðir samningar við fjóra leikmenn til tveggja ára eins og handbolti.is hefur skýrt frá. Fleira mun standa fyrir dyrum, eftir því sem næst verður komist.
- Auglýsing -