-Auglýsing-

Þjálfari Skjern varð að taka pokann sinnn

- Auglýsing -

Mathias Madsen var í gær sagt upp starfi þjálfara danska úrvalsdeildarliðsins Skjern. Illa hefur gengið hjá Skjern á leiktíðinni. Liðið er með þrjú stig af 10 mögulegum í úrvalsdeild karla og féll auk þess út í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar á þriðjudaginn fyrir TM Ringsted. Þótti Skjern leika illa gegn Guðmundi Braga Ástþórssyni, Ísaki Gústafssyni og samherjum.


Madsen er annar þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki sem verður að taka pokann sinn á leiktíðinni. Fyrstur í röðinni var Guðmundur Þórður Guðmundsson hjá Fredericia HK. Kasper Søndergaard tekur við þjálfun Skjern.  Hann er hefur verið aðstoðarþjálfari Skjern síðustu fimm ár. 

Skjern hefur lengi verið í hópi fremstu félagsliða Danmerkur en það þykir vera um margt til fyrirmyndar þegar kemur að rekstri.

Sannkallað Íslendingalið

Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannsson hafa þjálfað hjá Skjern. Meðal íslenskra handknattleiksmanna sem leikið hafa með Skjern eru Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson, Jón Þorbjörn Jóhannsson, Sveinn Jóhannsson, Tandri Már Konráðsson, Vignir Stefánsson, Vilhjálmur Halldórsson auk Arons Kristjánssonar sem áður er getið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -