- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjóðverjar eru mættir og undirbúningur er hafinn

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins í handknattleik. Mynd/DHB
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu komu til Tokushima í Japan í gær þar sem þeir verða saman við æfingar og undirbúning næstu dagana. Þegar kemur fram í næstu viku færa þeir sig til Tókýó þar sem Ólympíuleikarnir verða settir eftir viku. Fyrsti leikur þýska landsliðsins verður 24. júlí.


Þýskir fjölmiðlar hafa eftir Erik Wudtke að leikmenn, þjálfarar og aðstoðarmenn jafni sig nú eftir ferðina og einnig á talsverðum tímamun sem er á milli Evrópu og Japan. Af þeim sökum hafi liðið aðeins æft í stuttan tíma í morgun. Meiri þungi færist í æfingarnar um helgina en þær felast í að fínstilla leik liðsins fyrir átökin sem framundan eru.

Mynd/EPA


Wudtke virðist vera jákvæðari en Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana, sem skilur ekkert í því af hverju verið er að blása til Ólympíuleika. Wudtke segir að þýska landsliðið hafi fengið frábærar móttökur í Tokushima og allt hafi verið gert til þess að greiða götu þess til landsins við þær aðstæður sem nú eru uppi vegna veirunnar. Hópur glaðbeittra barna hafi fagnað þýska liðinu við komuna og fjöldi fjölmiðlamanna hafi sýnt því áhuga. Þýska liðið býr við strangar sóttvarnarreglur á hótelinu í Tokushima en má þó nýta hluta hótelgarðsins til að njóta veðurblíðunnar.


Fyrsti leikur Þjóðverja á Ólympíuleikunum verður 24. júli gegn Evrópumeisturum Spánverja í Yoyogi National Stadium. Í framhaldinu taka við leikir við Argentínu, Brasilíu, Frakkland og Noreg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -