- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjóðverjar fóru létt með Úkraínuliðið

Alina Grijseels var markahæst í þýska landsliðinu í kvöld gegn Úkraínu. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Þýska landsliðið var ekki í nokkrum vandræðum með úkraínska landsiðið í síðari viðureign kvöldsins í F-riðli Evrópumóts kvenna í handknattleik í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í kvöld, 30:17. Þjóðverjar voru sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:9.
Sóknarleikur úkraínska liðsins var ekki burðugur stóran hluta leiksins og því fór sem fór.


Þjóðverjar skoruðu þrjú fyrstu mörkin. Úkraínuliðið lét það ekki á sig fá og minnkað muninn niður í eitt mark. Bærilegt jafnvægi var á leiknum fyrstu 15 til 20 mínúturnar áður en leiðir liðanna skildi.

Íslenska landsliðið mætir Úkraínu á sunnudagskvöld í annarri umferð F-riðils. Leikurinn hefst klukkan 19.30. Tveimur dögum síðar leikur Ísland við Þýskaland.

Alina Grijseels skoraði sex mörk fyrir Þýskaland, Lisa Antl var næst með fimm mörk og Nina Engel og Julia Maidhof skoruðu fjórum sinnum hvor.

Liliia Hoilska var markahæst í úkraínska liðinu með fjögur mörk. Tamara Smbatian, Iryna Kompaniiets og Valeriia Nesterenko skoruðu þrjú mörk hver.

EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -