- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjóðverjar jafna greiðslur til kvenna og karla

Leikmenn þýska landsliðsins fagna eftir sigur á íslenska landsliðinu á EM í desember. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Þýska handknattleikssambandið hefur samþykkt að greiðslur til landsliðsfólks A-landsliðsins verði jafnaðar en fram til þessa hafa leikmenn karlalandsliðsins fengið hærri greiðslur en leikmenn kvennalandsliðsins. Greiðslurnar hækka jafnt og þétt eftir því sem leikjunum fjölgar.


Hér eftir mun hver leikmaður landsliðsins sem nær 26 landsleikjum fá greiddar 65 evrur (9.500 kr) á dag. Upphæðin hækkar í 130 evrur (19.000 kr) er 61 landsleik er náð. Þegar 121 landsleikur er í höfn hækkar greiðslan upp í 195 evrur (28.500). Hámarkið er 260 evrur (38.000 kr) frá og með 181 landsleik.

Haft er eftir þýsku landsliðskonunni Xenia Smits á handball-world að mikilvægt skref sé stigið. Jafnrétti í þessum efnum skipti öllu máli, burt séð frá upphæðinni.

Landsliðsfólk Íslands fær ekki greidda dagpeninga þegar æft eða leikið er fyrir Íslands hönd.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -