- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjóðverjar senda smitaða heim með sjúkraflugi

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þjóðverjar eru byrjaðir að fækka í liðsafla sínum á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla. Ekkert lið á mótinu hefur orðið harðar fyrir barðinu á covid19 en þýska landsliðið sem hefur kallað til 29 leikmenn, þar af fimm markverði.


Tveir fyrstu leikmennirnir, Luca Witzke, Leipzig og Lukas Mertens, samherji Ómars Inga Magnússonar og Gísla Þorgeirs Kristjánsson hjá Magdeburg, fóru með sjúkraflugi frá Bratislava í morgun í fylgd heilbrigðisstarfsfólks. Til stendur að senda fleiri covidsmitaða heim á næstu dögum og fækka þar með þeim sem sitja í einangrun á hóteli í Bratislava í Slóvakíu. Allir smitaðir hafa verið með væg einkenni sjúkdómsins.


Alls hafa 14 leikmenn þýska landsliðsins smitast á frá því að það kom til Slóvakíu í 10. janúar.


Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, mætir sænska landsliðinu í klukkan 17 í dag í þriðju umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins. Vonir Þjóðverja um sæti í undanúrslitum eru úr sögunni en með sigri í dag getur liðið átt von um að ná þriðja sæti riðilsins og leika þar með hugsanlega um fimmta sæti mótsins. Fimmta sætið gefur keppnisrétt á HM að ári.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -